Þú afhjúpar mig

1.490 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um 14 klukkustundir í hlustun.

Rómantísk ástarsaga. - Ein umtalaðasta bók ársins 2012. Fyrsta bókin í Crossfire þríleiknum.

Saga okkar á upptök sín í eldi…

Gideon Cross kom inn í líf mitt eins og elding í myrkri, flottur, klár, beinskeyttur og eldheitur. Ég hafði aldrei áður laðast jafnmikið að nokkrum manni. Ég þráði snertingu hans eins og eiturlyf, þótt ég vissi að hún myndi gera mig berskjaldaða. Ég var lituð af sárri fortíð og enginn gat svipt hulunni af leyndarmálum mínum jafnauðveldlega og hann …
 
Gideon vissi það. Hann hafði sína djöfla að draga. Við endurspegluðum hvort annað dýpst í hugarfylgsnum okkar, þar sem sálarkvöl og djúpstæð þrá kölluðust á.
 
Ást hans hreif mig með sér og umbreytti mér, en á sama tíma óskaði ég þess af öllu hjarta að heljargreipar fortíðarinnar sem teygðu sig inn í huga okkar næðu ekki að eyðileggja allt fyrir okkur.

„Þetta er margbrotin, örgrandi og áleitin lesning sem er gríðarlega vel skrifuð. Mér fannst
 Fimmtíu gráir skuggar flottir, en mér finnst Þú afhjúpar mig, enn betri.“
 Swept Away by Romance

„Þú afhjúpar mig er áþekk Fimmtíu gráum skuggum … Söguþráðurinn er mjög spennandi og er bókin full af tilfinningalegum átökum og sjóðheitum ástaratriðum.“ 
 Dear Author

„Vel skrifuð ástarsaga með frábærri persónusköpun … Ég mæli eindregið meðÞú afhjúpar mig, því hún er það sem
 Fimmtíu gráir skuggar hefðu getað orðið.“
 The Book Pushers

Höfundur: Sylvia Day.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir þýddu.

Lilja Nótt leikkona les.