Hljóðbækurnar okkar eru í .zip möppum. iOS snjalltæki, til dæmis iPhone og iPad, styðja ekki .zip skrár án hjálpar. Hægt er að fara eftirfarandi tvær leiðir:
 
Hlaða hljóðbók niður beint á iOS
 
1) Farið inn á App Store í iOS snjalltækinu ykkar og sækið forrit sem heitir iZip.
2) Farið í Notandi -> Bækurnar mínar.
3) Ytið á Niðurhala og svo Sækja hljóðbók. Hér gætuð þið þurft að bíða í nokkra stund.

4) Þá fáið þið upp valmyndina hér fyrir neðan og þar veljið þið Open in "iZip". Eftir að hafa ýtt á þennan takka þurfið þið að bíða í einhverjar mínútur.

5) Þið ýtið á OK hér fyrir neðan. Þá færir iZip hljóðskrárnar úr .zip möppunni yfir á iOS snjalltækið ykkar.

6) Loks fáið þið svipaðan glugga og hér fyrir neðan. Þar getið þið hlustað á hljóðbókina.

 
 
Hlaða bókinni niður á fartölvu/borðtölvu og færa þaðan yfir á iOS
 
Annars kostar er hægt að:
1) Niðurhala beint á borðtölvu/fartölvu fyrst.
2) Opna skránna og draga allt innihaldið yfir í iTunes.
3) Tengja iOS snjalltækið við tölvuna og færa úr iTunes yfir á snjalltækið.