Lífið er ljóðasafn

2.990 kr.

0 atkvæði
Hljóðbókin er um fjórar klukkustundir og þrjátíu mínútur í hlustun.

Bók þessi kom út í tilefni 55 ára afmælis höfundar, þann 21.mars 2019. Hún hefur að geyma 312 ljóð úr fyrri ljóðabókum Sigurbjörns sem eru átta talsins frá árinu 2000 og innihalda alls tæplega 1000 ljóð. Það var því ekki auðvelt verk að velja í þetta safn. Í bókinni eru ljóð sem tjá fegurð, aðdáun og ást, sorg og trega þar sem von og vonbrigði kallast á. Í bókinni eru einnig ljóð um lífsins engla sem komu líkt og himnasending inn í líf Sigurbjörns á erfiðum tímum. Vitnað hefur verið til ljóða Sigurbjörns meðal annars í prédikunum, bæklingum áfallaráða, við skírnir, fermingar, við útskriftir, við brúðkaup eða í brúðkaupsveislum, í afmælum, á jólum og páskum og síðast en ekki síst hafa um fjörutíu þessara ljóða birst í um fimm hundruð sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu á undanförnum árum. Þá má geta þess að frá tvítugs aldri eða frá árinu 1984 hefur Sigurbjörn einnig skrifað tæplega fimmhundruð greinar sem birst hafa reglulega í Morgunblaðinu í gegnum tíðina.

Höfundurinn Sigurbjörn Þorkelsson les.